Ég fór að sjá kvikmynd um list Magnúsar Pálssonar sem gaf góða mynd af honum sem listamanni. Ég var nemandi hjá honum í Nýlistadeildinni í MHÍ; samband nemanda og kennara er alltaf kafli útaf fyrir sig. En ég var svo heppin að faðir minn hafði hálf pínt mig í að læra húsgagna smíði, sem var góð tæknileg handverks þjálfun, svo það lá við að velja þá deild sem föðurvaldinu þætti mest áhætta, það er oftast rétta deildin til að velja í listaskóla. Í nýlistadeildinni var allt leyfilegt það var gagnlegt og gaman að kynnast þeim hugmyndum sem listamennirnir í hópi Magnúsar Pálssonar voru að gera á þeim tíma; þetta var ekki opinbera línan í listum á íslandi á áttunda áratuginum. En þegar allt er leyfilegt þá fara úngir uppreisnarmenn og finna það sem er bannað, ég held að þetta hafi komið svolítið í opna skjöldu að við skyldum taka fram olíulitina en hvort sem þeim líkaði það betur eða verr, þá voru þeir þó það stórir í sér að við fengum að sýna fyrstu tilraunirnar í hinu svo kallaða „Nýja málverki“ í NÝLÓ.
Það sem ég lærði helst í gamla daga af Magnúsi var ákveðin frjáls hugsun eða flæði er kanski það sem Magnús kenndi mér, sem er kannski besta veganestið ásamt ákveðinni tæknilegri getu sem var vel sinnt í náminu í gamla MHÍ.
Síðast þegar ég hitti Magnús ræddum við aðalega um hugleiðslu en það kom einnig fram í kvikmyndinni að þar fer andlega leitandi listamaður, það er ekkert ólíklegt að við verðum aftur samferða næst þegar við fæðumst á þessari fallegu pánetu.
My old teacher
I went to watch a film about Magnús Pálsson’s art which gave me a good idea of him as an artist. I was a student of him in The Department the New Arts at MHI; student and teacher relationships are always something. But I was lucky enough that my father in a way forced me for training carpentry, which was good technical craftsmanship for secure monetary income, so now it was necessary to go to art department with the most risks according to my father, which is usually right to choose in art school. In the new art department, everything was allowed, it was useful and fun to get acquainted with the ideas that the artists in Magnús Pálsson’s group were doing at the time; this was not the official line of art in Iceland in the 1970s. But when everything is permissible, young rebels go and find what is forbidden, I think it has come as a little surprise that we should pick up the oil colors to make art, but whether they liked it better or worse, they were after all open-mind and we were allowed first steps in the so-called “New painting” in NÝLÓ.
What I mostly learned in the old days of Magnus was a certain free thought or flow, perhaps what Magnus taught me, which is perhaps the best for starting as an artist along with certain technical skills that were well trained in my studies at the old MHI.
The last time I meet Magnús we talked mainly about meditation but you can understand from the movie that there is a spiritual searching soul, it is not unlikely that we will be back together next time we are born on this beautiful planet.